Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Úrslitaleikur enska bikarsins í október?
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið ætlar að gera allt sem hægt er til að klára keppni í enska bikarnum á þessu tímabili.

Allur fótbolti er í fríi í dag vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær byrjað verður að spila aftur.

Möguleiki er á að úrslitaleikurinn verði í október að sögn Daily Mirror.

„Félögin sem eru ennþá í keppninni eru nálægt stórum úrslitaleik og fyrir þessi félög og stuðningsmenn þeirra munum við gera allt sem við getum til að halda Wembley draumnum á lífi," segir í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu.

Komið er fram í 8-liða úrslit í enska bikarnum en þar eiga að mætast Sheffield United og Arsenal, Newcastle og Manchester City, Norwich og Manchester United, Leicester og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner