mán 27. mars 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fiorentina hafnaði tilboði frá Man Utd
Amrabat hefur spilað 95 leiki á tæplega þremur tímabilum hjá Fiorentina.
Amrabat hefur spilað 95 leiki á tæplega þremur tímabilum hjá Fiorentina.
Mynd: EPA

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat er gríðarlega eftirsóttur. Hann hefur verið að gera frábæra hluti með Fiorentina á tímabilinu og hafnaði ítalska félagið tilboðum frá þremur mismunandi félögum í janúar.


Vitað er að Fiorentina hafnaði lánstilboði frá Barcelona sem innihélt kaupmöguleika en í gær var greint frá því að félagið hafi einnig hafnað álíka tilboði frá enska stórveldinu Manchester United.

„Ég get nefnt þrjú félög sem lögðu fram tilboð á lokadögum félagsskiptagluggans," segir Nordin Amrabat, fyrrum leikmaður PSV og Watford sem er eldri bróðir Sofyan og leikur fyrir AEK í Aþenu í dag.

„Fiorentina hafnaði meðal annars lánstilboði frá Manchester United með kaupmöguleika."

Sofyan er 26 ára gamall en eldri bróðir hans er 35 ára. Samanlagt eiga þeir 111 landsleiki að baki fyrir Marokkó, en Nordin lagði landsliðsskóna á hilluna 2019 eftir 64 leiki og 7 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner