Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 27. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hodgson: Hélt við myndum ná að vinna þennan leik
Roy Hodgson
Roy Hodgson
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace á Englandi, bjóst við að fá að minnsta kosti stig gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær en Leicester gerði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Palace var 1-0 yfir í hálfleik og leit þetta ágætlega út hjá strákunum hans Hodgson en jöfnunarmark frá Timothy Castagne í upphafi síðari hálfleiks var þungt högg fyrir Palace.

Kelechi Iheanacho skoraði svo sigurmarkið undir lokin og fagnaði Leicester 2-1 sigri.

„Ég hélt við myndum ná að minnsta kosti stigi á löngum köflum í leiknum og í hálfleik hélt ég við myndum jafnvel vinna leikinn," sagði Hodgson.

„Leicester skoraði snemma í síðari hálfleiknum en eftir það var útlit fyrir að við myndum ná að halda út. Það er erfitt að verjast þessu skoti frá Iheanacho en mér fannst frammistaðan annars alls ekki slæm. Ef við hefðum fengið góð úrslit þá hefði fólk ekki verið ósátt með frammistöðuna."

Palace er ekki í fallbaráttu og getur ekki barist um Evrópusæti og því gæti reynst erfitt að mótivera leikmenn þegar fimm leikir eru eftir en Hodgson segir að það sé ekkert vandamál.

„Ég hef engar áhyggjur af því af því ég þekki leikmennina. Við erum ekki þannig gerðir. Allir þeir sem horfa á leikina okkar gætu aldrei sakað okkur um að leggja okkur ekki hundrað prósent fram á vellinum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner