Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 27. apríl 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Blikar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum
Blikar byrja Bestu deildina á sigri
Blikar byrja Bestu deildina á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 1 Þór/KA
1-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('8 )
2-0 Anna Petryk ('18 )
3-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('30 )
4-0 Natasha Moraa Anasi ('48 )
4-1 Margrét Árnadóttir ('86 )
Lestu um leikinn

Breiðablik vann Þór/KA, 4-1, er liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði þá eftir sendingu frá Hildi Antonsdóttur. Hafrún náði til knattarins, lagði hann á hægri og kom boltanum framhjá Hörpu Jóhannsdóttur í markinu.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði úkraínska landsliðskonan Anna Petryk forystuna. Ásta Eir Árnadóttir átti fyrirgjöf inn í teiginn á Önnu sem stangaði boltann á markið. Harpa varði frá henni en boltinn fór aftur á Önnu sem skoraði í annarri tilraun.

Blikar gerðu þriðja markið á 30. mínútu. Aftur var það Hafrún Rakel og Hildur aftur með stoðsendinguna. Hafrún var að spila frábærlega í kvöld en neyddist til að fara af velli sex mínútum síðar vegna meiðsla og inn kom Melina Ayres.

Staðan í hálfleik 3-0 fyrir Blikum og það tók liðið ekki nema tvær mínútur af síðari hálfleik til að bæta við. Natasha Moraa Anasi skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá Taylor Marie Ziemer.

Þór/KA náði að skapa mikinn usla í teig Blika í síðari hálfleiknum í föstu leikatriðunum en vantaði aðeins upp á herslumuninn.

Markið skilaði sér á endanum og gerði Margrét Árnadóttir það á 86. mínútu. Hún átti fyrst skot sem Telma varði aftur fyrir endamörk og úr hornspyrnu skapaðist mikill darraðadans í teignum.

Þór/KA kom boltanum á markið og bjargaði Natasha á línu. Hún hreinsaði frá en Þór/KA kom boltanum aftur fyrir markið og á Margréti sem skoraði. Nokkrum mínútum áður átti Tiffany Janea Mc Carty skot í stöng fyrir gestina.

Þetta reyndist eina mark Þór/KA og 4-1 sigur Breiðabliks staðreynd á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner