Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mið 27. maí 2020 11:12
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen æfir með Fylki
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Swansea
Arnór Borg Guðjohnsen hefur æft með Fylkismönnum upp á síðkastið.

Arnór Borg sem verður tvítugur í september er framherji sem hefur verið á mála hjá Swansea á Englandi.

Hann var frá keppni vegna meiðsla í 13 mánuði þar til hann spilaði með U23 ára liði Swansea í febrúar síðastliðnum.

Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmanns Íslands.

Líklegt er að Harley Willard sem kom til Fylkis í vetur fari aftur til Víkings Ólafsvík en viðræður eru í gangi með það samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner