Arnór Borg Guðjohnsen hefur æft með Fylkismönnum upp á síðkastið.
Arnór Borg sem verður tvítugur í september er framherji sem hefur verið á mála hjá Swansea á Englandi.
Hann var frá keppni vegna meiðsla í 13 mánuði þar til hann spilaði með U23 ára liði Swansea í febrúar síðastliðnum.
Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmanns Íslands.
Líklegt er að Harley Willard sem kom til Fylkis í vetur fari aftur til Víkings Ólafsvík en viðræður eru í gangi með það samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir