Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. maí 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fylgist með Ebiowei hjá Derby
Mynd: Derby County

Manchester United og Crystal Palace eru að fylgjast með Malcolm Ebiowei, miðjumanni Derby County sem féll úr Championship deildinni í vor.


Ebiowei er aðeins 18 ára gamall en vann sér inn byrjunarliðssæti hjá Derby í mars og þótti standa sig gríðarlega vel í lokaumferðum tímabilsins.

Ebiowei er með hollenskan ríkisborgararétt og á leiki að baki fyrir U15 landslið Hollands og U16 landslið Englands.

Hann kom upp í gegnum akademíuna hjá Arsenal, hann var þar í fjögur ár frá 12 til 16 ára aldurs og fór svo í akademíuna hjá Rangers í eitt ár áður en hann skipti yfir til Derby.

Steve McClaren, sem var fenginn frá Derby til að starfa með Erik ten Hag hjá Man Utd, hefur miklar mætur á Ebiowei.


Athugasemdir
banner
banner
banner