Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef ég tala um það þá verður okkur algjörlega rústað"
Lengjudeildin
Chris Brazell og Grótta hafa farið vel af stað á tímabilinu.
Chris Brazell og Grótta hafa farið vel af stað á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grótta hefur farið mjög vel af stað í Lengjudeildinni. Liðið er með átta stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Grótta er í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðunum Njarðvík og Fjölni.

Grótta endaði í 9. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og var spáð 9. sæti í spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Leiknir R.

Rætt var við þjálfarann, Chris Brazell, eftir leikinn gegn Leikni um helgina sem Grótta vann með marki í uppbótartíma. Það var vel fagnað í leikslok.

„Það er ekkert betra heldur en að spila laugardagfótbolta um miðjan dag á heimarvelli með sigur og næstu tvo daga til að hvíla sig. Þetta er ástæðan fyrir því að spilum fótbolta," sagði Brazell sem er á sínu þriðja tímabili með liðið.

Hann var svo spurður út í þá staðreynd að liðið væri enn ósigrað. Hvernig líður þér með það?

„Ég held að ef ég tala um það þá verði okkur algjörlega rústað. Við vitum hvað við erum, við getum ekki verið fallegasta lið í heimi og ekki endilega best spilandi liðið í deildinni. En við getum verið mjög skipulagðir, vinnum vel fyrir hvern annan og erum alvöru martröð að spila gegn. Við höfum sýnt að þegar við lendum undir þá getum við komið til baka og munum þrýsta á andstæðingana þar til leikurinn klárast."

„Ef lið vill vinna okkur, sem ég er viss um að mun einhvern tímann gerast, þá þarf það að leggja mjög mikið á sig til að ná því. Svo lengi sem við höldum því þannig... fyrsta sem við horfum í er að halda okkur uppi og ef við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera þá förum við langt með að vera öryggir fyrr en ég hafði ímyndað mér,"
sagði Brazell.

Næsti leikur Gróttu verður gegn Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli næsta laugardag.
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 7 5 2 0 14 - 7 +7 17
2.    Njarðvík 7 5 1 1 16 - 6 +10 16
3.    Afturelding 7 3 2 2 11 - 13 -2 11
4.    ÍBV 7 2 4 1 13 - 10 +3 10
5.    Grótta 7 2 4 1 11 - 12 -1 10
6.    Keflavík 7 2 3 2 12 - 6 +6 9
7.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
8.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
9.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
10.    ÍR 7 1 3 3 6 - 14 -8 6
11.    Þróttur R. 7 1 2 4 11 - 12 -1 5
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner