Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Flick skrifar undir hjá Barcelona á miðvikudag
Mynd: Getty Images
Þýski þjálfarinn Hansi Flick mun skrifa undir tveggja ára samning við spænska félagið Barcelona á miðvikudag.

Xavi var látinn taka poka sinn eftir að hafa stýrt liðinu síðustu þrjú árin.

Spánverjinn sagði í byrjun ársins að þetta yrði hans síðasta tímabil með Börsunga, en hætti síðan við að hætta eftir fund með Joan Laporta, forseta félagsins.

Þar virtist vera komin farsæl lausn á þessu máli áður en Barcelona snérist hugur og tilkynnti að Xavi væri á förum eftir tímabilið.

Barcelona hefur átt í viðræðum við Hansi Flick, fyrrum þjálfara Bayern München og þýska landsliðsins, en hann mun halda til Barcelona á morgun og skrifa undir tveggja ára samning sólarhring síðar.


Athugasemdir
banner
banner