Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 27. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég á vin í Como sem getur tekið við þessu liði"
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: EPA
Eden Hazard telur að fyrrum liðsfélagi sinn, Cesc Fabregas, eigi að vera einn af þeim sem komi til greina í stjórastarfið hjá Chelsea.

Hazard, sem er goðsögn hjá Chelsea, segist hafa verið sorgmæddur þegar hann frétti það að Mauricio Pochettino hefði verið látinn fara frá félaginu.

„Ég var leiður því mér fannst hann gera frábærlega með liðið. Hann er frábær stjóri og ég óska honum alls hins besta."

Fabregas er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en hann hefur gert frábæra hluti með Como á Ítalíu. Félagið er komið aftur upp í Seríu A eftir 21 árs fjarveru.

„Ég á vin í Como sem getur tekið við þessu liði," sagði Hazard við Talksport.
Athugasemdir
banner
banner