mán 27. júní 2022 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham með tilboð í Kevin Mbabu
Kevin Mbabu í baráttu við Birki Bjarnason.
Kevin Mbabu í baráttu við Birki Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fulham eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og þurfa að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir haustið.


Fulham lagði fram tilboð í Andreas Pereira, miðjumann Manchester United, á dögunum og hefur sýnt Bernd Leno, Manor Solomon, Zaidu Sanusi og Phil Jones áhuga í sumar.

Nú er Fulham búið að leggja fram tilboð í Kevin Mbabu, hægri bakvörð Wolfsburg, sem lék eitt sinn fyrir Newcastle.

Mbabu er 27 ára gamall landsliðsmaður Sviss með 82 leiki á þremur árum hjá Wolfsburg. Hann hefur spilað 22 A-landsleiki og tók við bakvarðarstöðunni af Stephan Lichtsteiner.

Sky Sports segir tilboð Fulham hljóða upp á 10 milljónir evra, sem samsvarar um 8,5 milljónum punda.

Fulham á enn eftir að ljúka fyrstu kaupum sumarsins en félagið missti Fabio Carvalho og Zambo Anguissa frá sér í byrjun sumars og þá er Jean Michaël Seri á útleið þar sem félagið ætlar ekki að nýta rétt sinn til að framlengja samninginn hans um eitt ár.

Carvalho er genginn til liðs við Liverpool og Anguissa verður áfram hjá Napoli eftir að hafa gert flotta hluti þar á lánssamningi á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner