Það eru fimm leikir á dagskrá í íslenska boltanum í kvöld þar sem ÍA og Breiðablik takast á í stórleik kvöldsins.
Blikar heimsækja ÍA á Skagann í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og verður áhugavert að sjá hvort Skagamönnum takist að stöðva heitasta lið landsins um þessar mundir.
Kórdrengir og Afturelding eigast þá einnig við í æsispennandi viðureign í Mjólkurbikarnum sem fer fram á Framvelli.
Í Lengjudeildinni getur Grótta komist einu stigi frá toppliði Selfoss með sigri gegn botnliði Þróttar V. og svo eru þrír leikir á dagskrá í 4. deildinni.
Mjólkurbikar karla
19:15 Kórdrengir-Afturelding (Framvöllur)
19:45 ÍA-Breiðablik (Norðurálsvöllurinn)
Lengjudeild karla
19:15 Grótta-Þróttur V. (Vivaldivöllurinn)
4. deild karla - A-riðill
20:00 KFB-Kría (OnePlus völlurinn)
4. deild karla - B-riðill
19:00 Stokkseyri-Tindastóll (Stokkseyrarvöllur)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |