Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. júlí 2021 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólympíuleikarnir: Ótrúleg Miedema setti met
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Markamaskínan Vivianne Miedema skoraði tvennu þegar Holland vann 8-2 sigur á Kína á Ólympíuleikunum í dag.

Miedema bætti með þessu met. Hún er núna sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einum og sömu Ólympíuleikum. Hún er búin að skora átta mörk á þessum leikum; mörk á 22 mínútna fresti sem er magnaður árangur svo ekki sé meira sagt.

Riðlakeppninni í fótbolta kvenna var að ljúka og er það núna ljóst hvaða lið mætast í átta-liða úrslitunum.

Holland vann F-riðilinn og Brasilía hafnaði í öðru sæti með naumum sigri á Sambíu, sem hefur slegið í gegn á mótinu. Sambía endaði í þriðja sæti riðilsins og kemst ekki áfram.

Bretland vann A-riðilinn með jafntefli gegn Kanada. Bretland endaði með sjö stig, Kanada með fimm og Japan fjögur. Japan og Ástralía fara áfram sem tvö bestu liðin í þriðja sæti.

Svona verða átta-liða úrslitin:
Bretland - Ástralía
Svíþjóð - Japan
Holland - Bandaríkin
Kanada - Brasilía


Athugasemdir
banner
banner
banner