Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 27. ágúst 2023 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik fékk aftur neikvætt svar frá KSÍ - Spilað í kvöld
Eftir lokaflautið í fyrri deildarleik Breiðabliks og Víkings.
Eftir lokaflautið í fyrri deildarleik Breiðabliks og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net
KSÍ hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net aftur hafnað beiðni Breiðabliks um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í 21. umferð deildarinnar og hefst klukkan 19:15 á Víkingsvelli í kvöld.

Í síðustu viku óskaði Breiðablik eftir því að fresta leiknum gegn Víkingi en KSÍ hafnaði beiðni félagsins á föstudag. Breiðablik óskaði eftir því að sambandið endurskoðaði ákvörðun sína í gær.

Það gerði félagið eftir að ljóst varð að Struga, andstæðingur Breiðabliks í forkeppni Sambandsdeildarinnar, fékk sínum leik í norður-makedónsku deildinni, frestað. Breiðablik og Struga eru í miðju einvígi um hvort liðið kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram í Norður-Makedóníu á fimmtudag og leiðir Breiðablik með einu marki fyrir seinni leikinn sem fram fer á Kópavogsvelli 31. ágúst.

Breiðablik vildi ekki þurfa að spila leik á milli leikjanna mikilvægu við Struga.

Sjá einnig:
Breiðablik biður KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína á grundvelli sanngirnissjónarmiða
Athugasemdir
banner
banner