Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. október 2022 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvar eru þeir í dag: Var spáð í enska landsliðið árið 2013
Luke Shaw (hér lengst til hægri) verður örugglega í flugvélinni sem fer til Katar.
Luke Shaw (hér lengst til hægri) verður örugglega í flugvélinni sem fer til Katar.
Mynd: Getty Images
Phil Jones.
Phil Jones.
Mynd: EPA
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Árið 2013 setti fjölmiðillinn Independent saman byrjunarlið enska landsliðsins fyrir HM 2022 í Katar.

Það er óhætt að segja að þeir séu ekki með neina tímavél þar á bænum því þetta lið - sem þau settu saman fyrir tíu árum - væri alls ekki líklegt til árangurs á HM í vetur. Það er nokkuð öruggt að segja það.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta lið og hvað þessir menn eru að gera í dag.

Markvörður: Jack Butland (Crystal Palace)
Það hefur ekki mikið ræst úr ferli hans og er hann í dag þriðji markvörður hjá Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Lék lengst af með Stoke City.

Hægri bakvörður: Chris Smalling (Roma)
Náði ekki að verða lykilmaður hjá Manchester United en hefur náði að búa til góðan feril á Ítalíu með Roma þar sem hann spilar núna stórt hlutverk.

Miðvörður: Nathaniel Chalobah (Fulham)
Þótti mjög svo efnilegur er hann lék með Chelsea en hefur alls ekki náð þeim hæðum sem búist var við af honum. Er varaskeifa hjá Fulham í dag en hann lék sinn fyrsta og eina A-landsleik mð Englandi - til þessa - í október 2018..

Miðvörður: Phil Jones (Manchester United)
Hvernig þessi leikmaður er enn hjá Man Utd er gríðarlega stór og góð spurning. Er alltaf meiddur og hefur aldrei náð neinum stöðugleika á sínum ferli..

Vinstri bakvörður: Luke Shaw (Manchester United)
Eini maðurinn á þessum lista sem verður líklega í hópnum sem fer til Katar.

Hægri kantmaður: Wilfried Zaha (Crystal Palace)
Hefur átt flottan feril og er goðsögn hjá Palace, en hann valdi að spila frekar fyrir Fílabeinsströndina en England.

Miðjumaður: Ross Barkley (Nice)
Var mjög spennandi þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með Everton en varð svo ekkert spennandi þegar hann fór til Chelsea. Er í dag hjá Nice í Frakklandi.

Miðjumaður: Jack Wilshere (Hættur)
Miklir hæfileikar en gríðarlega óheppinn með meiðsli. Lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári og er byrjaður að einbeita sér að þjálfun..

Vinstri kantur: Jordon Ibe (Adanaspor)
Ibe var seldur frá Liverpool til Bournemouth fyrir 15 milljónir punda árið 2016 en síðan þá hefur hann ekkert gert. Hann hefur aldrei spilað A-landsleik með Englandi og er núna að leika sér í neðri deildunum í Tyrklandi.

Sóknarmaður: Chuba Akpom (Middlesbrough)
Ólst upp hjá Arsenal en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið þar. Hefur komið víða en á síðustu leiktíð var hann á láni hjá PAOK í Grikklandi frá Middlesbrough.

Sóknarmaður: Daniel Sturridge (Perth Glory)
Átti mjög góðan kafla með Liverpool en sá kafli var ekki mjög langur. Var mikið í meiðslum og er núna hjá Perth Glory í Ástralíu á endaspretti ferilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner