Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. nóvember 2021 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Juventus strögglar - Inter með mikilvægan sigur
Lærisveinar Allegri eru alls ekki að gera neinar rósir.
Lærisveinar Allegri eru alls ekki að gera neinar rósir.
Mynd: Getty Images
Arnór kom ekki við sögu.
Arnór kom ekki við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gengur hvorki né rekur hjá Juventus á þessu tímabili. Í dag þurfti liðið að sætta sig við tap gegn Atalanta á heimavelli.

Það var Duvan Zapata sem skoraði sigurmarkið eftir 28 mínútna leik. Juventus náði ekki að svara fyrir það og lokatölur 0-1 fyrir Atalanta í Tórínó.

Juventus er í áttunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar; liðið er búið að vinna sex leiki, gera þrjú jafntefli og tapa fimm. Það eru meiri kröfur gerðar á Juventus en það. Atalanta er í fjórða sæti með 28 stig.

Inter vann mikilvægan sigur á Íslendingaliði Venezia. Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá Venezia í leiknum.

Núna er Inter einu stigi frá toppnum, en efstu tvö liðin - AC Milan og Napoli - eiga leik til góða.

Empoli vann 2-1 sigur á Fiorentina og Sampdoria hafði betur gegn Hellas Verona, en hér að neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara dagsins í Serie A.

Empoli 2 - 1 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('57 )
1-1 Filippo Bandinelli ('87 )
2-1 Andrea Pinamonti ('89 )

Juventus 0 - 1 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('28 )

Sampdoria 3 - 1 Verona
0-1 Adrien Tameze ('37 )
1-1 Antonio Candreva ('51 )
2-1 Albin Ekdal ('77 )
3-1 Nicola Murru ('90 )

Venezia 0 - 2 Inter
0-1 Hakan Calhanoglu ('34 )
0-2 Lautaro Martinez ('90 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner