Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   þri 28. janúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd nálægt samkomulagi við Arsenal
Manchester United er nálægt því að ná samkomulagi við Arsenal um kaupverð á hinum 18 ára gamla Ayden Heaven.

Heaven er varnarmaður en hann kom við sögu í fyrsta sinn með aðalliði Arsenal í deildabikarnum í 3-0 sigri á Preston þann 30. október síðastliðinn.

Hann er eftirsóttur en Man Utd virðist vera að vinna baráttuna um hann.

Heaven var á meðal áhorfenda þegar Man Utd vann dramatískan sigur gegn Rangers í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Man Utd fékk annan ungan leikmann frá Arsenal síðasta sumar, sóknarmanninn Chido Obi-Martin.
Athugasemdir
banner
banner