Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. mars 2021 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Ísland á enn möguleika - England tapað báðum
Icelandair
Ísland á enn möguleika á því að fara áfram.
Ísland á enn möguleika á því að fara áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aidy Boothroyd, landsliðsþjálfari Englands, er undir mikilli pressu.
Aidy Boothroyd, landsliðsþjálfari Englands, er undir mikilli pressu.
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði fyrir Danmörku fyrr í dag í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða. Það voru þrír aðrir leikir fram í mótinu og var meðal annars leikið í riðli Íslands.

Við Íslendingar erum ekki úr leik enn því Frakkland hafði betur gegn Rússlandi, 2-0.

Ísland mætir Frakklandi á miðvikudag og þarf að vinna þann leik til að eiga möguleika á að komast áfram, og treysta á að Danmörk vinni Rússland á sama tíma.

Fréttaritari skilur það þannig að ef öll þrjú liðin - Ísland, Frakkland og Rússland - verði jöfn að stigum þá verði það markatala í innbyrðis viðureignum sem skilji að. Ísland þarf þá að vinna Frakkland með þriggja marka mun og treysta á að Rússlandi tapi á meðan til þess að fara áfram.

Það er fræðilegur möguleiki en það verður gríðarlega erfitt í ljósi þess hversu sterkt lið Frakkland er með.

Það gengur ekkert upp hjá sterku liði Englands á þessu móti. England tapaði fyrir Sviss í fyrsta leik og tapaði svo fyrir Portúgal í kvöld, 2-0. Það eru öflugir leikmenn í liði Englands eins og Ben Godfrey og Emile Smith Rowe, en það hefur ekki gengið vel hjá þeim til þessa.

England á enn möguleika á að komast áfram þrátt fyrir töpin tvö. Portúgal er á toppi riðilsins en svo koma Króatía og Sviss bæði með þrjú stig. Króatía vann 3-2 sigur á Sviss í dag.

England mætir Króatíu í lokaleik og þarf að vinna með tveimur mörkum hið minnsta, og treysta á að Portúgal vinni Sviss.

Króatía 3 - 2 Sviss
1-0 Luka Ivanusec ('8 )
2-0 Nikola Moro ('61 , víti)
3-0 Dario Vizinger ('64 )
3-1 Kastriot Imeri ('79 , víti)
4-1 Sandro Kulenovic ('89 , sjálfsmark)

Portúgal 2 - 0 England
1-0 Mota Dany ('64 )
2-0 Francisco Trincao ('74 , víti)

Rússland 0 - 2 Frakkland
0-1 Odsonne Edouard ('15 , víti)
0-2 Jonathan Ikone ('24 , víti)
Athugasemdir
banner
banner