sun 28. mars 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel vill skipta Werner fyrir Haaland
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðrinu í dag þar sem Gareth Bale, Timo Werner, Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe og Harry Kane koma fyrir í fyrstu efnisgreinunum.


Velski framherjinn Gareth Bale, 31, er ekki í áformum Real Madrid fyrir næstu leiktíð. Hann á þó rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið og stefnir á að fara aftur til Madríd eftir að lánssamningur hans við Tottenham rennur út. (Marca)

Real Madrid ætlar að losa sig við sex leikmenn til að safna fyrir Kylian Mbappe eða Erling Braut Haaland. (Mirror)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill nota Timo Werner, 25, í skiptidíl til að fá Erling Braut Haaland frá Dortmund. (Express)

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, segist ekki ætla að taka ákvörðun varðandi framtíð sína fyrr en eftir EM. Kane hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester City. (Sky Sports)

Samningsviðræður Man City við Raheem Sterling hafa verið settar á bið þar til eftir EM í sumar. Sterling var að skipta um umboðsmann og er það ástæðan fyrir þessari töf, Sterling rennur ekki út á samningi fyrr en 2023. (Star)

Sterling mun fá 320 þúsund pund í vikulaun. Man City er þá einnig í samningsviðræðum við miðjumennina Kevin De Bruyne, 29, og Fernadinho, 35. (Sun)

Man Utd gæti boðið í Ismaila Sarr, 23 ára kantmann Watford, og hætt við Jadon Sancho, ungstirni Dortmund. (Sunday Express)

Sarr var mjög nálægt því að ganga í raðir Man Utd síðasta sumar samkvæmt Filippo Giraldo, tæknistjóra hjá Watford. (Goal)

Inter er reiðubúið til að selja Romelu Lukaku, 27, ef Sergio Agüero, 32, kemur frítt í sumar. (Star)

Man City þarf að borga 103 milljónir punda til að kaupa miðjumanninn Marcos Llorente, 26, frá Atletico Madrid. (Marca)

Real Madrid mun selja eða lána Martin Ödegaard á næsta tímabili ef Zinedine Zidane verður áfram við stjórnvölinn. (Football Insider)

Arsenal óttast að verðmiðinn á Ödegaard gæti hækkað upp í 50 milljónir punda í sumar þar sem félög á borð við Chelsea, Liverpool og PSG gætu sýnt honum áhuga. (Star)

Mario Rebollo, aðstoðarþjálfari úrúgvæska landsliðsins, segir að það yrði stór hjálp fyrir landsliðið ef hinn 34 ára gamli Edinson Cavani myndi skipta yfir til félags þar sem hann fær meiri spiltíma. (Mirror)

PSG er að skoða kaup á Illan Meslier, 21 árs markverði Leeds United. (The National)

Nokkrir leikmenn Newcastle United eru ekki sáttir með liðsfélaga sinn Miguel Almiron eftir að hann sagðist vilja spila fyrir lið sem „sýnir meiri baráttu". (Football Insider)

Miralem Pjanic, 30, hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona en ætlar ekki að yfirgefa félagið í sumar. (Mundo Deportivo)

Umboðsmaður Arturo Vidal, 33, segir að skjólstæðingur sinn hafi fengið nokkur samningstilboð en hafi á endanum ákveðið að vera áfram hjá Inter. (Goal)

Landsliðsmenn Englands eru að velta því fyrir sér að loka alfarið fyrir samfélagsmiðla á EM til að mótmæla kynþáttafordómum. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner