Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 28. mars 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Voðalega auðvelt að koma með svona eftir á"
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir tap gegn Armeníu í undankeppni HM 2022.

Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi Íslands að þessu sinni og margir hafa gagnrýnt það á samfélagsmiðlum.

Ísland hefur ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og fréttamaður Fótbolta.net spurði að því á blaðamannafundi eftir leik hvort landsliðsþjálfarinn sæi eftir ákvörðun sinni að velja ekki Viðar í hópinn.

„Það er voðalega auðvelt að koma með svona eftir á. Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og getum einfaldlega ekki valið of marga sóknarmenn. Þú getur bara valið ákveðna marga í hópinn," sagði Arnar.

„Fyrir þetta verkefni tókum við ákvörðun að velja þennan hóp og það er ekki verið að velja á móti Viðari. Við tókum ákvörðun að velja þessa leikmenn því við teljum að þetta sé rétti hópurinn fyrir verkefnið í mars. Þó leikir tapist er það alls ekki þannig að valið á hópnum sé rangt."

Arnar sagði jafnframt á fréttamannafundinum: „Ég hef engar áhyggjur af því að við getum ekki skorað mörk. Við fáum færi til að jafna og heppnin þarf að vera með okkur. Það var erfitt í dag og þetta var leikur sem var mjög lokaður og jafn. Þetta var annað hvort að fara að falla öðru megin með fyrsta markinu eða í jafntefli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner