Gerði mér alveg grein fyrir því að hann væri Poolari en vissi ekki að það væri hægt að vera svona fárveikur
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 9. sæti í Bestu deildinni í sumar.
Hlynur Sævar átti mjög gott tímabil í Lengjudeildinni í fyrra þegar ÍA vann deildina. Varnarmaðurinn skoraði átta mörk og var næst markahæsti leikmaður liðsins.
Hlynur er uppalinn hjá Skallagrími og ÍA og hefur á sínum meistaraflokksferli leikið með ÍA, Kára og Víkingi Ólafsvík. Í dag sýnir Hlynur á sér hina hliðina.
Hlynur Sævar átti mjög gott tímabil í Lengjudeildinni í fyrra þegar ÍA vann deildina. Varnarmaðurinn skoraði átta mörk og var næst markahæsti leikmaður liðsins.
Hlynur er uppalinn hjá Skallagrími og ÍA og hefur á sínum meistaraflokksferli leikið með ÍA, Kára og Víkingi Ólafsvík. Í dag sýnir Hlynur á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Hlynur Sævar Jónsson
Gælunafn: Hlynsari eða Hlyni
Aldur: Verð 25 í mars
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2016 með Kára á móti Vestra, ferðalögin með Kárination eru alltaf veisla
Uppáhalds drykkur: Pepsi max
Uppáhalds matsölustaður: Saffran eða Galito á Skaganum
Hvernig bíl áttu: Kia ceed
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Var plataður í rafmyntina, sé eftir því í dag
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office er yfirburðar
Uppáhalds tónlistarmaður: GusGus, Biggi Veira er töframaður á græjunum
Uppáhalds hlaðvarp: Steve dagskrá eru helvíti góðir
Uppáhalds samfélagsmiðill: X-ið gefur manni allt það helsta í dag
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Sé það núna, Dalot er framtíðin“ frá Ingimar Elí
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er prinsipp maður myndi aldrei fara til Saudi
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon var erfiður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en ég lærði mest af geitinni Sigga Jóns
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Árni Snævar Ólafsson, tuðar endalaust og svo er engin holning á honum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Ronaldo helvíti ofarlega
Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn í 2.fl 2018 stendur uppúr
Mestu vonbrigðin: Að falla úr Bestu 2022
Uppáhalds lið í enska: Harður United maður
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi reyna að safna fyrir Gísla Lax aftur uppá Skaga
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sunna Rún Sigurðardóttir, litla systir Arnórs Sig er efni
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Smára by a mile, gaurinn hefur allt og hann elskar að tala um það
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jasmín Inga er helvíti hugguleg
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ætli ég verði ekki að gefa Messi þetta
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hilmar Elís, mjög gaman að fylgjast með honum uppá sitt besta
Uppáhalds staður á Íslandi: Sigló er paradís
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Gleymi seint þegar Hilmar Halldórs fékk gult fyrir brot, stóð upp og klappaði fyrir dómaranum og fékk seinna gula.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei reyni að vera alveg laus við það
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist ágætlega með flestum íþróttum en er þungur í körfunni.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danskan var aldrei mín því miður
Vandræðalegasta augnablik: Á einn misheppnaðann flugskalla sem ég er ansi oft minntur á
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki alltaf Arnór Sig til að hafa alvöru fjármagn. Stefán Teitur er ekki líklegur til að veiða til matar m.v fortnite kills en væri samt góður félagsskapur og svo er fínt að hafa einn alvöru skrokk þannig ég tek frænda minn Viktor Jóns.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Steinari Þorsteins í Survivor, sæmilega sorgarsagan sem það væri maðurinn getur ekki ristað brauð.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er rosalegur í fortnite, þeir vita sem vita
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hinrik Harðar, gerði mér alveg grein fyrir því að hann væri poolari en vissi ekki að það væri hægt að vera svona fárveikur
Hverju laugstu síðast: Sagði við Árna Snæ um daginn að hann væri með þykkt hár
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun hjá Dean Martin er ekki fyrir alla
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi heyra aðeins í Lisandro Martinez, fara yfir HM ævintýrið og hvernig er að vera besti CB í prem
Athugasemdir