Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 28. apríl 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég hefði kosið að spila færri leiki í maí"
Ég held að KSÍ viti að þetta sé ekki það besta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hjálpar ekki liðum í dag að það eru sjö leikir á þessum fyrsta mánuði og öll lið búin að vera í þessum covid-takmörkunum. Þetta er ekki ideal fyrir liðin og það kæmi mér ekki á óvart ef menn myndu einhvers staðar detta út á þessum kafla," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í kjölfarið á spurningum um meiðsli lykilmanna liðsins.

Þeir Kristijan Jajalo og Sebastiaan Brebels meiddust á æfingu í gær.

Arnar er ekki að kenna komandi álagi um meiðslin, svo það sé tekið fram. Hann tók það skýrt fram að um slys hefði verið að ræða á æfingu í gær.

Hann, líkt og aðrir, velta fyrir sér álaginu á leikmönnum í komandi mánuði. Sjö umferðir af 22 eru leiknar í maí.

„Álagið er það mikið og menn hafa ekki verið að æfa nóg, fengið nægilega marga æfingaleiki og þetta álag á klárlega eftir að reyna á þá hópa sem eru ekki mjög stórir."

Ertu ósáttur að það sé svona þétt spilað í maí?

„Þetta hefur oft verið spilað tiltölulega þétt í byrjun móts, fram að landsleikjapásu sem er yfirleitt í byrjun júní. Ég veit ekki hvort það sé meira núna en áður. Við byrjum aðeins seinna og því er þetta sennilega aðeins þéttara. Það sem er kannski aðeins öðruvísi heldur en önnur ár er þetta covid. Menn hefðu viljað spila fleiri æfingaleiki og það gerir hlutina aðeins erfiðari. Það standa allir við sama borð en ég hefði kosið, miðað við hvernig undirbúningstímabilið var, að spila færri leiki í maí."

„Það er hægt að ræða það að við spilum í maí, júní, júlí, ágúst og september. Þú spilar einn þriðja á einum mánuði. Það er svolítið mikið þegar það ætti kannski að vera mesta álagið í júlí og ágúst og svo hægt aðeins á í lokin. Ég veit að það er EM í sumar og það þarf að fitta inn leiki í kringum það. Annars þekki ég ekki ástæðurnar fyrir þessu."

„Ég held að KSÍ viti að þetta sé ekki það besta en það er hægt að spyrja sig að því hvort það séu aðrir möguleikar í stöðunni. Þetta verður álag á leikmönnum í maí, það er alveg ljóst."

„Almennt séð, ekki á ár auðvitað, væri hægt að byrja fyrr ef allir eru komnir á gervigras og spila lengur inn í veturinn ef það eru flóðljós. Ef það væri brjálað veður er hægt að fresta leikjum,"
sagði Addi að lokum þegar hann velti fyrir sér möguleikum varðandi lengingu mótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner