Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júlí 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar ekki til Tyrklands - Hélt hreinu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er ekki á leið til Tyrklands eftir allt saman.

Football.london sagði frá því fyrr í þessari viku að það yrði gengið frá félagaskiptum hans frá Arsenal til Altay Spor í þessari viku. Nú segir miðillinn hins vegar frá því að það verði ekkert af skiptunum.

Félögin tvö náðu ekki að komast að samkomulagi um verð á lánssamningi fyrir Rúnar og því verður hann áfram hjá Arsenal - nema eitthvað annað komi upp.

Rúnar Alex spilaði í dag seinni hálfleikinn þegar Arsenal vann 4-1 sigur gegn Watford í æfingaleik. Rúnar hélt hreinu í seinni hálfleiknum.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal frá Dijon síðasta haust. Hann er 26 ára markvörður sem á að baki tíu A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner