Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 28. september 2020 09:00
Innkastið
Breytingar hjá Blikum - Damir stórkostlegur í nýrri stöðu
Damir í baráttunni í leiknum í dag.
Damir í baráttunni í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Damir Muminovic var í hægri bakverði í fjögurra manna varnarlínu. Damir var stórkostlegur í nýrri stöðu. Breiðablik var í raun og veru að spila 4-4-2 með tígli," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við topplið Vals á Hlíðarenda í gær og rætt var um leikinn í Innkastinu. Þar var rætt um breytingar sem hafa orðið á leikkerfi Breiðabliks en liðið hefur farið í fjögurra manna varnarlínu eftir að hafa mest spilað 3-6-1 í sumar.

„Þegar þeir voru í uppspilinu fór Davíð lengst upp í línu og þá var þetta hálfgert 3-6-1. Mér fannst þetta klókt. Nú eru allir að tala um að Blikar hafi farið í fjögurra manna vörn gegn Stjörnunni og þá hafi þetta smollið en ef þú horfir á leikinn þá eru þeir þrír aftast sóknarlega," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Mér fannst Blikarnir vera rosalega heilsteyptir. Hefðu þeir tekið þessi þrjú stig hefði það verið stórt og sterkt fyrir þá. Það hefði gefið þeim sjálfstraust til að gera það sem þeir eru góðir í, að spila þennan fallega bolta," sagði Ingólfur.

Blikar voru svekktir yfir jöfnunarmarki Vals þar sem þeir vildu fá rangstöðu áður en markið var skorað.

Rætt var um það atvik og meira um leikinn í Innkastinu.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner