Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 28. september 2023 07:05
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho
Powerade
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. De Zerbi, Sancho, Ten Hag, Osimhen, Mejbri, Dimarco, Hernandez, Dier og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Roberto De Zerbi stjóri Brighton og Xabi Alonso hjá Bayer Leverkusen eru á blaði Real Madrid yfir stjóra sem gætu tekið við ef Carlo Ancelotti lætur af störfum þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Cadena Ser)

Heimildarmenn innan Manchester United segja að samband Erik ten Hag og Jadon Sancho (23) sé svo slæmt að það verði ekki lagað. (i)

Félög í Sádi-Arabíu eru líklegust í baráttunni að fá Victor Osimhen (24) ef hann yfigefur Napoli í janúar. Real Madrid og Chelsea hafa áhuga á sóknarmanninum nígeríska. (Mail)

Manchester United planar viðræður við Hannibal Mejbri (20) um nýjan samning. Þessi ungi miðjumaður frá Túnis byrjaði í sigri gegn Burnley um síðustu helgi. (Fabrizio Romano)

Manchester United undirbýr viðræður við Erik ten Hag um nýjan samning. (90min)

Chelsea er á markaðnum í leit að nýjum vinstri bakverði. Ítalski varnarmaðurinn Federico Dimarco (25) hjá Inter og franski varnarmaðurinn Theo Hernandez (25) hjá AC Milan eru á óskalistanum. (Calciomercato)

Sheffield United hefur kannað hug Chris Wilder, fyrrum stjóra félagsins, og hvort hann sé klár í að taka við af Paul Heckingbottom. (Football Insider)

Roma íhugar að gera janúartilboð í enska varnarmanninn Eric Dier (29) hjá Tottenham. (Calciomercato)

Fjárhagsleg framtíð Everton verður í óvissu ef yfirtaka bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners gengur ekki í gegn. (Guardian)

777 Partners er bjartsýnt á að standast kröfur ensku úrvalsdeildarinnar og hefur hafið viðræður við stuðningsmannahópa Everton til að reyna að minnka áhyggjur af yfirtökunni. (i)

Eddie Howe stjóri Newcastle United vill kaupa nýjan miðvörð í janúarglugganum. (Football Insider)

Sádi-Arabía er að spá í að ráða dómara frá Evrópu í full störf hjá sér. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner