Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 28. október 2024 10:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Stundum veit maður hvenær tími er kominn á mann"
Vann sex stóra titla sem þjálfari Vals.
Vann sex stóra titla sem þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tilkynnti í gær að Pétur Pétursson yrði ekki áfram sem þjálfari liðsins. Þau tíðindi komu mörgum á óvart en Pétur hafði sagt í viðtali eftir lokaumferðina að hann væri áfram samningsbundinn Val.

Fótbolti.net ræddi við Pétur rétt áður en hann steig upp í flugvél í dag. Þjálfarinn er á leið í frí með eiginkonu sinni til Alicante.

„Nei, þetta kom ekki á óvart, ég er bara mjög sáttur við þetta. Þetta er bara sameiginleg ákvörðun á milli mín og stjórnar. Stundum veit maður hvenær tími er kominn á mann og þetta snerist um það hjá mér persónulegu," segir Pétur.

Skiptir máli að það er komin ný stjórn hjá Val?

„Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár."

Ætlaru að þjálfa eitthvað áfram?

„Ég hætti í þjálfun 1995 og þú veist hvar ég er staddur í dag, hætti í fimm ár og er búin að vera í þjálfun síðan. Ég get því eiginlega ekki sagt neitt, gæti sagt að ég sé hættur en get líka sagt á morgun að ég sé ekki hættur."

Ertu sáttur við tímann þinn hjá Val?

„Ég er rosalega sáttur við tímann minn hjá Val, kynntist frábæru félag, mjög góðu fólki, frábærum leikmönnum sem ég fékk að þjálfa og stjórnarmönnum, Börkur og fleiri, þetta er fólk sem hefur metnað og vill manni vel," segir Pétur.

Pétur er 65 ára og tók við Val 2017. Hann vann fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla sem þjálfari Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner