Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dreymir um að spila með Liverpool - Haaland lengi hjá Dortmund?
Powerade
Marco Kana
Marco Kana
Mynd: Getty Images
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: Getty Images
Það helsta í laugardagsslúðrinu sem tekið er saman af BBC má sjá hér að neðan.



Yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, Michael Zorc, sér fyrir sér að Erling Braut Haaland (20) geti verið lengi hjá félaginu. Sagan segir að hann sé falur fyrir 67 milljónir punda árið 2022. (Bild)

Nicolas Tagliafico (28) hefur framlengt samning sinn við Ajax. Chelsea og Manchester City hafa fylgst með bakverðinum. (De Telegraaf)

Trent Alexander-Arnold (22) skilur ekkert í leikjaniðurröðuninni á þessari leiktíð. (Telegragh)

Marco Kana (18) miðvörður Anderlecht dreymir um að spila með Liverpool. (Walfoot)

Marcus Bettinelli (28) markvörðurinn sem er á láni hjá Boro fra Fulham hefur vakið athygli nokkurra úrvalsdeildarfélaga. (Mail)

Matej Vydra (28) vill fara frá Burnley til að spila meiri fótbolta. (Accrington Observer)

Angel Gomes (20) segist hafa yfirgefið Man Utd til að fá nýtt upphaf á sínum ferli. (Independent)

Flaurian Thauvin (27) gæti farið til AC Milan frá Marseille. (Telefoot)

Jan Bednarek (24) leikmaður Southampton segir að glútenfrítt mataræði, sálfræðiaðstöð og hnefaleikatímar hafa hjálpað sér að bæta sig. (Mirror)

Angelo Pisani, lögmaður og vinur Diego Maradona, er á því að Maradona hefði átt að vera í Napoli, í nánd við stuðningsmenn Napoli, frekar en að vera í Argentínu þegar hann dó. (Mail)

Mikið af starfsfólki Gimnasia í Argentínu hefur hætt störfum í kjölfar andláts Maradona. Maradona var stjóri liðsins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner