Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir 90% líkur á að Calhanoglu fari til Man Utd
Mynd: Getty Images
Samningur Tyrkjans Hakan Calhanoglu við AC Milan rennur út næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við brottför frá ítalska félaginu og hefur Manchester United verið nefnt sem mögulegur áfangastaður.

Crhistan Falk, blaðamaður hjá Bild, segir 90% líkur á að Calhanoglu fari til United á frjálsri sölu næsta sumar.

Miðjumaðurinn er sagður vilja umtalsverða launahækkun á núgildandi samningi og er það eitthvað sem Milan er ekki tilbúið í.

„Samkvæmt okkar upplýsingum ræddi United fyrst við Calhanoglu og hans teymi í sumar," sagði Falk við SempreMilan.com.

Juventus hefur einnig haft áhuga á Tyrkjanum sem vill fá sjö milljónir evra í árslaun. Calhanoglu er 26 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner