Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   sun 28. nóvember 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir ungir Íslendingar léku sinn fyrsta leik í efstu deild Svíþjóðar
Adam Ingi hélt hreinu í fyrsta leik með Gautaborg.
Adam Ingi hélt hreinu í fyrsta leik með Gautaborg.
Mynd: Getty Images
Íslendingar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur að markvarðarmálum næstu árin. Það eru að koma upp efnilegir markverðir bæði í karla- og kvennaboltanum.

Í dag fékk enn einn ungi íslenski markvörðurinn tækifæri til að spreyta sig í sterkri deild á erlendri grundu.

Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í markinu hjá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni og hélt hann hreinu þegar liðið vann 4-0 sigur á Östersund.

Adam Ingi er nýorðinn 19 ára. Hann er fæddur á Grundarfirði og spilaði hann með FH og HK í yngri flokkunum áður en hann fór erlendis. Hann er búinn að koma sér inn í myndina hjá Gautaborg og fékk eldskírn sína í deild þeirra bestu í Svíþjóð í dag. Frumraunin var góð hjá honum og er Gautaborg í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Jóhannes Kristinn lék einnig sinn fyrsta leik
Adam Ingi var ekki eini Íslendingurinn í Svíþjóð sem lék sinn fyrsta leik í deildinni í dag. Miðjumaðurinn Jóhannes Kristinn Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar Norrköping tapaði fyrir Degerfors.

Jóhannes Kristinn er aðeins 16 ára gamall og er það stórt afrek að leika í eins sterkri deild á þeim aldri. Hann er sonur Bjarna Guðjónssonar, fyrrum landsliðsmanns, og kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu.
Athugasemdir
banner
banner