Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 28. nóvember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd setur sig í samband við Leipzig vegna Werner
Timo Werner
Timo Werner
Mynd: EPA
Timo Werner, sóknarmaður RB Leipzig í Þýskalandi, er á óskalista Manchester United fyrir janúargluggann. Sky Sports greinir frá.

Werner er sagður ósáttur við stöðu sína hjá Leipzig, en hann hefur aðeins byrjað tvo af þeim átta leikjum sem hann hefur spilað í þýsku deildinni á tímabilinu.

Framherjinn snéri aftur til Leipzig á síðasta ári eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea.

Hann gerði ágæta hluti í endurkomu sinni til Leipzig og skoraði 16 mörk í 40 leikjum, en hefur fengið fá tækifæri til að sýna sig á þessari leiktíð.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Manchester United hafi sent Leipzig fyrirspurn varðandi Werner, en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað.

Real Madrid er einnig sagt hafa áhuga á Werner, sem er þó tilbúinn að klára tímabilið með Leipzig.
Athugasemdir
banner