Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. nóvember 2023 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur búið að samþykkja tilboð frá Haugesund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net samþykkt tilboð frá norska félaginu Haugesund í Hlyn Frey Karlsson.

Hlynur er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, miðvörður og miðjumaður. Hann kom í Val frá ítalska félaginu Bologna síðasta vetur.

Hlynur er nítján ára og er hlut af íslenska U21 landsliðinu. Hann var í stóru hlutverki í liði Vals í sumar sem endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og skoraði tvö mörk. Fyrir frammistöðu hans í sumar var valinn í lið ársins hér á Fótbolti.net.

Hann var í byrjunarliðinu í 24 leikjum, kom tvisvar sinnum inn á sem varamaður og var á lokamóti EM með U19 landsliðinu þegar einn leikur fór fram.

Alls á hann að baki 25 leiki fyrir yngri landsliðin.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur formlega við sem þjálfari Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur. Haugesund er í fallbaráttu þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner