Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Ferguson þarf að samþykkja sitt hlutverk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton segir að sóknarmaðurinn ungi Evan Ferguson verði að sætta sig við lítinn spiltíma vegna mikillar samkeppni.

Hinn 20 ára gamli Ferguson þótti meðal efnilegustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en slæm meiðsli settu strik í reikninginn.

Ferguson er búinn að ná sér af meiðslunum en fær lítið af tækifærum undir stjórn Hürzeler. Enskir fjölmiðlar segja að Hürzeler vilji lána Ferguson út í janúar, en þjálfarinn segir ekkert vera til í þeim sögusögnum.

„Ég veit ekki hvaðan fjölmiðlar hafa fengið þessar upplýsingar vegna þess að Evan veit vel hversu ánægður ég er með að hafa hann hérna. Ég er ánægður með hvernig hann hefur verið að æfa, hann er á frábærum stað líkamlega og andlega og þarf að fá meiri spiltíma," segir Hürzeler.

„Evan þarf að skilja sitt hlutverk í hópnum. Hann er ungur og efnilegur leikmaður og þarf að vera tilbúinn til að nýta tækifærið sitt þegar það gefst. Leikmenn þurfa að samþykkja sitt hlutverk í hópnum og ekki kvarta undan því. Allir munu fá sín tækifæri.

„Það er eðlilegt að vera vonsvikinn þegar maður spilar ekki, ég upplifði það á mínum ferli. Maður verður að samþykkja sitt hlutverk og leggja metnað í það að vera í fullkomnu standi bæði líkamlega og andlega þegar tíminn kemur.

„Þetta er nákvæmlega það sem ég býst við frá Evan og hann veit það. Við ræddum aldrei um að senda hann út á lánssamningi eða neitt þess háttar."

Athugasemdir
banner
banner
banner