lau 29. febrúar 2020 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Keflavík og Njarðvík með endurkomusigra
Tómas Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík.
Tómas Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tokic skoraði tvö fyrir Selfyssinga.
Tokic skoraði tvö fyrir Selfyssinga.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KA tók á móti Keflavík í Boganum í 3. umferð riðils 2 í A-deild Lengjubikarsins. KA komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Nökkva Þey Þórissyni. Nökkvi skoraði eftir hornspyrnu og er það Rodri sem á stoðsendinguna.

Keflavík kom til baka í seinni hálfleiknum og vann sigur. Mörkin komu á 53. og 55. mínútu og skoraði varamaðurinn Tómas Óskarsson bæði mörkin. Það fyrra með skalla og það seinna eftir klaufagang í vörn KA. (Upplýsingar fengnar frá @KAakureyri á Twitter.)

Sigur Keflavíkur kemur liðinu upp í sex stig en KA hefur fjögur stig. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Magna eftir átta daga en KA mætir Víkingi Reykjavík eftir viku.

Í B-deildinni, riðli 1, tók Njarvík á móti Augnablik í Reykjaneshöllinni. Augnablik komst í 0-2 en Njarðvík svaraði með þremur mörkum og vann sigur.

Þróttur V. vann stórsigur gegn Tindastóli á Sauðarkróksvelli í riðli 2 í B-deild. Í riðli 3 vann Selfoss vann 0-3 sigur á Elliða á Fylkisvelli og Kári sigraði ÍR, 5-1.

A-deild, Riðill 2
KA 1 - 2 Keflavík
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('17 )
1-1 Tómas Óskarsson ('53 )
1-2 Tómas Óskarsson ('55 )

B-deild, Riðill 1
Njarðvík 3 - 2 Augnablik
0-1 Bjarni Þór Hafstein ('33 )
0-2 Ísak Eyþór Guðlaugsson ('42 )
1-2 Stefán Birgir Jóhannesson ('45 )
2-2 Arnar Helgi Magnússon ('56 )
3-2 Andri Gíslason ('61 )

B-deild, riðill 2
Tindastóll 1 - 5 Þróttur V.
0-1 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, víti ('12 )
0-2 Guðmundur Már Jónasson ('31 )
0-3 Tómas Helgi Ágústsson Hafberg ('59 )
1-3 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('65 )
1-4 Andri Jónasson ('68 )
1-5 Jón Gestur Ben Birgisson ('84 )

B-deild, riðill 3
Elliði 0 - 3 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic
0-2 Hrvoje Tokic
0-3 Ingi Rafn Ingibergsson

Kári 5 - 1 ÍR
1-0 Guðfinnur Þór Leósson ('29 )
2-0 Jón Vilhelm Ákason ('33 )
3-0 Andri Júlíusson ('53 )
4-0 Guðfinnur Þór Leósson ('57 )
4-1 Viktor Örn Guðmundsson ('72 )
5-1 Guðfinnur Þór Leósson ('84 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner