Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Gefi ákveðna viðurkenningu sem eigi eftir að nýtast
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn Þórðarson var spurður út í leikinn gegn Rússum, bekkjarsetuna gegn Dönum og möguleika Íslands gegn Frökkum í lokaleiknum þegar hann sat fyrir svörum í Teams-viðtali í dag.

Kolbeinn er leikmaður U21 árs landsliðsins sem undirbýr sig fyrir lokaleikinn í riðlinum á miðvikudag. Ísland þarf að vinna gegn Frakklandi til að eiga möguleika á að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Svör Kolbeins má sjá hér að neðan.

Hvernig fannst þér þú standa þig gegn Rússum og varstu svekktur að vera á bekknum í gær?

„Leikurinn á móti Rússum var erfiður, í fyrri hálfleik var fullauðvelt fyrir þá að komast í einn á einn og tveir á einn stöður á sumum tímapunktum. Við fórum vel yfir það fyrir leikinn gegn Dönum og það var betra þar," sagði Kolbeinn.

„Við erum með breiðan hóp og mikið af leikmönnum sem geta spilað. Ég held að ef maður er rosa sáttur á bekknum þá er það ekki gott. Maður verður alltaf að setja pressu á þá sem eru í liðinu því annars er það ekki gott lið.“

Það eru félög úti um alla Evrópu að fylgjast með þessu móti. Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á feril þinn að vera á þessu móti?

„Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að fá að spila fyrir landsliðinu á þetta stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því, ég held að þetta gefi öllum leikmönnum sem spila og eru í þessum hóp ákveðna viðurkenningu sem eigi eftir að nýtast öllum.“

Hvernig var upplifunin að labba inn á völl í fyrsta sinn í íslensku treyjunni á stórmóti? Einhver sviðsskrekkur?

„Það var rosalega góð tilfinning, algjör heiður og maður var stoltur. Ég fann ekki fyrir sviðsskrekk.“

Það er ennþá möguleiki á að fara áfram, hvað geturu sagt um leikinn gegn Frökkum?

„Við ætlum að hugsa um okkur og koma þeim hlutum fram í leiknum sem við viljum sjá. Við viljum koma með alvöru frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn.

Annað úr viðtalinu:
Leikmenn sjá og heyra: Hlusta bara á þá sem ég treysti fyrir að dæma mig
„Verð stundum frekar þreyttur í öllum líkamanum af skrítnum ástæðum"
Kolbeinn: Gott tækifæri fyrir þessa stráka að fara upp í A-liðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner