Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. maí 2023 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Tryggvi Hrafn allt í öllu er Valur stöðvaði sigurgöngu Víkings - Klúður ársins í Keflavík
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri Vals
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram gerði klaufaleg mistök undir lokin
Frederik Schram gerði klaufaleg mistök undir lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klæmint Olsen átti klúður tímabilsins í Keflavík
Klæmint Olsen átti klúður tímabilsins í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö og lagði upp eitt er Valur var fyrsta liðið til að vinna Víking í deildinni á þessu tímabili en leiknum lauk með 3-2 sigri Vals. Keflavík og Breiðablik gerðu þá markalaust jafntefli á HS Orkuvellinum þa sem Klæmint Olsen átti klúður ársins.

Víkingur hafði fyrir leikinn unnið alla níu leiki sína í deildinni og voru á góðri leið með að stinga hin liðin af í deildinni.

Þetta voru tvö markahæstu lið deildarinnar en engin mörk komu í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að færin hafi verið á báða bóga. Tryggvi Hrafn átti skot sem Ingvar Jónsson varði í byrjun leiks og þá varði Frederik Schram skalla Nikolaj Hansen stuttu síðar.

Aron Jóhannsson kom næst því að koma Val í forystu eftir að Kristinn Freyr Sigurðsson lagði boltann upp fyrir hann en skot Arons hafnaði í slánni.

Valsmenn komust aftur nálægt því að skora er Ingvar fór í skógarhlaup. Birkir Már Sævarsson fékk þá boltann hægra megin og kom með boltann fyrir. Ingvar hlóp út úr markinu og þurfti Oliver Ekroth að bjarga nánast á marklínu.

Í síðari hálfleiknum kom Erlingur Agnarsson boltanum í netið á 55. mínútu en markið var dæmt af þar sem hann virtist þruma boltanum úr höndunum á Frederik og í markið.

Tryggvi Hrafn tók leikinn í sínar hendur eftir það og skoraði tvö mörk á þremur mínútum. Adam Ægir Pálsson fann Birki Má í hlaupinu sem lagði boltann síðan fyrir Tryggva sem kom Valsmönnum í 1-0. Annað markið var töluvert fallegra en Aron fann þá Tryggva í hlaupinu vinstra megin og færði Tryggvi boltann á hægri og afgreiddi boltann í netið.

Hólmar Örn Eyjólfsson átti skalla í slá eftir hornspyrnu Adam Ægis en Víkingar refsuðu stuttu síðar í gegnum Hansen sem skoraði eftir fyrirgjöf Helga Guðjónssonar.

Valsmenn gerðu út um leikinn á 73. mínútu. Sigurður Egill Lárusson lyfti boltanum upp völlinn og fór hann af hausnum á Ekroth og fyrir Tryggva sem lagði hann á Aron og kláraði hann í gegnum klofið á Ingvari.

Undir lok leiks gerði Frederik slæm mistök í marki Vals sem kostaði liðið mark. Erlingur átti fyrirgjöf sem Frederik missti í gegnum klofið og í netið. Það kom þó ekki að sök. Valur fyrsta liðið til að taka stig af Víkingum á tímabilinu. Valur er með 22 stig í öðru sæti deildarinnar en Víkingur á toppnum með 27 stig.

Markalaust í Keflavík

Keflavík og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli á HS Orkuvellinum í Keflavík.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Völlurinn blautur og aðstæður erfiðar. Í þeim síðari færðist aðeins meira fjör í leikinn og komst Viktor Karl Einarsson næst því að koma Blikum í forystu.

Hann komst framhjá Mathias Rosenörn en missti boltann aðeins of langt frá sér og náðu Keflvíkingar að bjarga.

Þegar ellefu mínútur lifðu leiks átti Klæmint Olsen klúður tímabilsins. Rosenörn varði skot í átt að markinu og var Olsen nokkrum sentimetrum frá markinu en setti boltann yfir. Hreint út sagt ótrúlegt.

Jóhann Þór komst þá í dauðafæri hinum megin á vellinum nokkrum mínútum síðar en hann setti einnig boltann yfir.

Í uppbótartímanum voru Blikar að sleppa í gegn þegar Gunnar Oddur Hafliðason, dómari leiksins, flautaði af. Blikar hópuðust að dómurunum og fóru nokkur spjöld á loft en markalaust jafntefli niðurstaðan. Blikar eru í þriðja sæti með 22 stig en Keflvíkingar í 11. sæti með 6 stig og senda Eyjamenn í neðsta sætið.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 2 - 3 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('59 )
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('62 )
1-2 Nikolaj Andreas Hansen ('68 )
1-3 Aron Jóhannsson ('73 )
2-3 Frederik August Albrecht Schram ('92 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Keflavík 0 - 0 Breiðablik
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner