Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Lenglet á leið til Tottenham
Clement Lenglet í leik með Barcelona
Clement Lenglet í leik með Barcelona
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Clement Lenglet er að ganga í raðir Tottenham Hotspur á láni frá spænska félaginu Barcelona. Þetta fullyrðir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Þessi 27 ára gamli varnarmaður gekk í raðir Barcelona frá Sevilla árið 2018 fyrir 35 milljónir evra.

Lenglet var fastamaður í liði Barcelona fyrstu þrjú tímabilin með liðinu en fékk sinn skerf af gagnrýni á síðasta ári fyrir nokkur afdrifarík mistök í vörninni.

Hann missti sæti sitt í liðinu á síðustu leiktíð og þegar hann spilaði fékk hann sárafáar mínútur til að sanna sig.

Lenglet er nú á förum frá félaginu en Barcelona hefur samþykkt að lána hann til Tottenham út leiktíðina. Di Marzio fullyrðir að það sé búið að ganga frá félagaskiptunum.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, hefur verið duglegur á markaðnum en hann er þegar búinn að landa þremur leikmönnum. Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison er þá á leiðinni frá Everton.

Sjá einnig:
Lenglet nálgast Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner