Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirmaður hjá Norrköping tjáði sig lítið um Andra Lucas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Lucas Guðjohnsen hefur verið orðaður við sænska félagið IFK Norrköping sem er í leit að sóknarleikmönnum. Arnór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem og fleiri framherjar.


Sjá einnig:
Guðjohnsen bræður á förum frá Real Madrid?



Tony Martinsson, yfirmaður íþróttamála hjá Norrköping, var spurður út í Andra Lucas.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Við könnumst við marga íslenska leikmenn og könnumst líka við nafnið hans," sagði Martinsson, og viðurkenndi svo að félagið væri í leit að framherja.

Norrköping er í 10. sæti sænsku deildarinnar með 15 stig eftir 11 umferðir.

Ari Freyr Skúlason spilar fyrir liðið og þá eru Óliver Stefánsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason samningsbundnir félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner