Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 29. júní 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirmaður hjá Norrköping tjáði sig lítið um Andra Lucas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Lucas Guðjohnsen hefur verið orðaður við sænska félagið IFK Norrköping sem er í leit að sóknarleikmönnum. Arnór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem og fleiri framherjar.


Sjá einnig:
Guðjohnsen bræður á förum frá Real Madrid?



Tony Martinsson, yfirmaður íþróttamála hjá Norrköping, var spurður út í Andra Lucas.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Við könnumst við marga íslenska leikmenn og könnumst líka við nafnið hans," sagði Martinsson, og viðurkenndi svo að félagið væri í leit að framherja.

Norrköping er í 10. sæti sænsku deildarinnar með 15 stig eftir 11 umferðir.

Ari Freyr Skúlason spilar fyrir liðið og þá eru Óliver Stefánsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason samningsbundnir félaginu.


Athugasemdir
banner
banner