Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. september 2013 15:18
Daníel Freyr Jónsson
Katrín Ómarsdóttir skoraði og Liverpool varð meistari
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir varð í dag enskur meistari með kvennaliði Liverpool þegar liðið lagði Bristol að velli, 2-0.

Er þetta fyrsti meistaratitillinn í sögunni sem liðið vinnur, en einungis sigur Bristol í dag gat komið í veg fyrir fögnuð Liverpoolkvenna.

Katrín reyndist afar drjúg í dag, en hún skoraði mikilvægt annað mark Liverpool í leiknum.

Liverpool vann 12 af 14 leikjum sínum í deildinni og skoraði yfir þrjú mörk að meðaltali í leik og er því vel að titlinum komið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner