Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. september 2020 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Tottenham áfram eftir vítakeppni gegn Chelsea
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ræðir við Harry Kane sem skoraði úr fimmtu spyrnu Spurs.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ræðir við Harry Kane sem skoraði úr fimmtu spyrnu Spurs.
Mynd: Getty Images
Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea en fékk ekki að taka víti í vítakeppninni.
Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea en fékk ekki að taka víti í vítakeppninni.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 Chelsea (5-4 í vítakeppni)
0-1 Timo Werner ('19 )
1-1 Erik Lamela ('84 )

Tottenham er komið áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins eftir sigur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni.

Chelsea stjórnaði ferðinni og Tottenham fékk engan tíma á boltann. Á 19. mínútu skoraði Timo Werner sitt fyrsta mark fyrir Chelsea og kom liðinu yfir. Hann skoraði með föstu skoti eftir að Cesar Azpilicueta tók boltann af Sergio Reguilon.

Tottenham spilaði illa í fyrri hálfleiknum og staðan að honum loknum var 1-0 fyrir Chelsea.

Jose Mourinho fór vel yfir málin í hálfleik með sínum mönnum og það var annað að sjá Spurs í seinni hálfleik. Á 83. mínútu kom jöfnunarmarkið og þar var að verki Erik Lamela.

Leikurinn endaði 1-1 og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu bæði lið úr fyrstu fjórum spyrnum sínum. Harry Kane skoraði úr fimmtu spyrnu Tottenham, áður en Mason Mount klúðraði fimmtu spyrnu Chelsea. Werner fékk ekki að taka spyrnu fyrir Chelsea.

Tottenham er því fyrsta liðið sem er komið áfram í 8-liða úrslit.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Eric Dier skoraði
1-1 Tammy Abraham skoraði
2-1 Erik Lamela skoraði
2-2 Cesar Azpilicueta skoraði
3-2 Pierre Emile-Hojbjerg skoraði
3-3 Jorginho skoraði
4-3 Lucas Moura skoraði
4-4 Emerson skoraði
5-4 Harry Kane skoraði
5-4 Mason Mount klúðraði
Athugasemdir
banner
banner
banner