Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Leiknir R. valtaði yfir nafna sína
Lengjudeildin
Sólon Breki skoraði þrennu.
Sólon Breki skoraði þrennu.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir F. 0 - 7 Leiknir R.
0-1 Sólon Breki Leifsson ('13 )
0-2 Sólon Breki Leifsson ('28 )
0-3 Sævar Atli Magnússon ('35 )
0-4 Sólon Breki Leifsson ('37 )
0-5 Máni Austmann Hilmarsson ('45 )
0-6 Sævar Atli Magnússon ('68 )
0-7 Birkir Björnsson ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Leiknir Reykjavík valtaði yfir nafna sína frá Fáskrúðsfirði þegar liðin áttust við í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.

Sólon Breki Leifsson var í miklum ham í fyrri hálfleiknum og skoraði þrennu. Sævar Atli Magnússon og Máni Austmann Hilmarsson voru einnig á skotskónum.

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Breiðhyltinga sem bættu við tveimur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik. Sævar Atli og Birkir Björnsson gerðu mörkin tvö í seinni hálfleiknum.

Lokatölur 7-0 fyrir Leikni R. „Þvílíkir yfirburðir og þeir hefðu getað skorað mun fleiri mörk," skrifaði Fannar Bjarki Pétursson í textalýsingu sinni.

Leiknir er í öðru sæti, með jafnmörg stig og Fram en mun betri markatölu. Þessi sigur í kvöld hjálpar markatölunni mjög mikið núna þegar þrjár umferðir eru eftir. Fáskrúðsfirðingar eru í næst neðsta sæti með 12 stig, með jafnmörg stig og Þróttur R. í tíunda sæti.

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Þrjár vítaspyrnur í jafntefli á Akureyri
Lengjudeildin: ÍBV úr leik í toppbaráttunni
Athugasemdir
banner
banner
banner