Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Þrjár vítaspyrnur í jafntefli á Akureyri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 1 - 1 Afturelding
0-0 Alejandro Zambrano Martin ('18, misnotað víti)
0-1 Jason Daði Svanþórsson ('81, víti)
1-1 Alvaro Montejo ('91, víti)

Þór tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik dagsins í Lengjudeildinni. Mosfellingar fengu vítaspyrnu á átjándu mínútu en Aron Birkir Stefánsson gerði vel að verja frá Alejandro Zambrano.

Fyrri hálfleikur var fjörugur og komust bæði lið í góð færi án þess að koma knettinum í netið. Staðan var markalaus í jöfnum leik þar til á lokakaflanum þegar Afturelding fékk dæmda aðra vítaspyrnu.

Í þetta sinn gerðist Aron Birkir brotlegur innan teigs. Hann braut á Jasoni Daða Svanþórssyni sem skoraði úr vítaspyrnunni.

Þórsarar blésu til sóknar og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Brotið var á Alvaro Montejo og skoraði hann sjálfur af punktinum. Lokatölur 1-1.

Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild á lokahnykknum. Afturelding er með 22 stig eftir 19 umferðir, Þór er með 28.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner