Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fös 29. september 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
José Sá búinn að skrifa undir nýjan samning
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Portúgalski markvörðurinn José Sá er búinn að gera nýjan samning við Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem gildir næstu fjögur árin, með möguleika á auka ári.


Sa er 30 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Wolves síðustu tvö árin eftir að félagið keypti hann frá gríska stórveldinu Olympiakos fyrir 8 milljónir evra.

Hann er mikilvægur hlekkur í liði Úlfanna og gæti reynst bráðnauðsynlegur á leiktíðinni, þar sem hann gerði oft gæfumuninn er Wolves bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð.

Sa var valinn besti leikmaður Wolves eftir fyrsta tímabilið hjá félaginu þar sem hann hélt hreinu í ellefu deildarleikjum, en á síðustu leiktíð hélt hann hreinu tólf sinnum.

„Þetta er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er leiðtogi jafnt innan sem utan vallar og heldur stöðugt áfram að bæta sig. Hann getur séð hvert félagið stefnir, hann er sannfærður og þess vegna skrifaði hann undir," sagði Matt Hobbs, yfirmaður íþróttamála hjá Úlfunum.

Gary O'Neil knattspyrnustjóri tók undir. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur. Hann er verulega góður markvörður og mikilvægur í búningsklefanum."

Wolves er aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili og tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í dag.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir