Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Viðhorfsbreyting og þorskhnakkar í hvítlauksostasósu
Sigurður Bjartur hefur átt mjög gott tímabil.
Sigurður Bjartur hefur átt mjög gott tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Komst í gang með marki gegn Breiðabliki í maí.
Komst í gang með marki gegn Breiðabliki í maí.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ein frábær af Sigga Hall á vellinum frá árinu 2008.
Ein frábær af Sigga Hall á vellinum frá árinu 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
'En að því sögðu þá er ég mjög hrifinn af Heimi sem þjálfara og hann hentar mér mjög vel'
'En að því sögðu þá er ég mjög hrifinn af Heimi sem þjálfara og hann hentar mér mjög vel'
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Sigurður Bjartur Hallsson er markahæsti leikmaður FH á tímabilinu, hefur skorað tíu mörk og hefur stimplað sig inn sem alvöru framherji í Bestu deildinni. Hann átti kafla fyrr á tímabilinu þar sem hann var óviðráðanlegur, skoraði eða lagði upp í mörgum leikjum í röð.

Sigurður Bjartur ræddi við Fótbolta.net í dag.

Byrjaði ekki vel, og liðið ekki heldur
„Tímabilið hefur verið rússíbani, liðið var ekki gott fyrstu sex leikina, sem gefur að skilja með sex nýja byrjunarliðsmenn. Ég var ekki sáttur með eigin frammistöðu á þessum kafla, það er ekki fyrr en eftir Blika leikinn (25. maí) sem ég næ einhverjum takti í minn leik."

„Undanfarna 2-3 mánuði hef ég verið nokkuð ánægður með liðsframmistöðuna og jafnframt mína frammistöðu. Væntingarnar hjá mér voru háar fyrir mót, ég og Heimir töluðum um það að byggja ofan á síðasta tímabil og ná meiri stöðugleika í minn leik. Mér finnst það hafa gengið nokkuð vel frá áttundu umferð, þó ég skori ekki í öllum leikjum þá hefur frammistaðan oft á tíðum verið til staðar."


Siggi skoraði átta mörk í Bestu deildinni í fyrra og er kominn með tíu mörk í ár, og þrír leikir eru eftir af mótinu. Hann hefur líka haldið einu sinni hreinu, þar sem hann kláraði leikinn gegn Breiðabliki á laugardag í markinu.

Viðhorfsbreyting
En hvernig komst hann í gang?

„Þegar ég kemst á þetta skrið var það að stórum hluta tengt sjálfstraustinu, en einnig viðhorfsbreyting af minni hálfu, ég hætti að gera svona mikið úr leikjunum, braut nánast alla rútínu sem ég var með á leikdögum. Mér fannst það hjálpa mikið."

„Ég var með frekar stífa leikdagsrútínu, tók alltaf 30 mínútna göngutúr, borðaði alltaf það sama kvöldinu áður og á leikdegi. Ég fór alltaf frekar snemma að sofa. En svo hætti ég bara að pæla í þessu svona mikið og lét bara eins og það væri æfing."


Á sínum tíma, eftir frábært tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni, fór Siggi og æfði með króatísku félagi sem hafði áhuga á honum. Hvernig líður honum í FH, hefur hann náð sínum markmiðum hjá félaginu og hvernig sér hann framtíðina?

„Mér líður mjög vel í FH, mórallinn er góður og menn eru í góðum gír þessa dagana."

„Nei, ég myndi ekki segja það, markmiðið mitt persónulega var að ná Evrópu allavega fyrra árið. Svo náttúrulega tvístrast liðið frá því í fyrra í margar áttir og þetta tímabil hefur farið í að endurbyggja liðið."

„Ég svo sem er ekkert byrjaður að hugsa út í framhaldið, það eru ennþá þrír leikir eftir og mig langar að fara taplaus í gegnum þessa úrslitakeppni, svo sest ég niður eftir tímabil og pæli í þessum hlutum á rólegu nótunum."


Vill ekki tjá sig um framtíð Heimis
Framtíð þjálfarans, Heimis Guðjónsson, er óljós. Hann sjálfur býst ekki við því að þjálfa FH á næsta tímabili. Yrði erfitt að sjá á eftir honum ef hann fer?

„Ég vil ekki tjá mig um framtíð Heimis þar sem ég hef ekki hundsvit á því hvort hann verði áfram eða ekki, ég er ekki mikið í ef og hefði pælingum, svo við förum bara yfir þá brú þegar og ef við komum að henni. En að því sögðu þá er ég mjög hrifinn af Heimi sem þjálfara og hann hentar mér mjög vel."

Þorskhnakkar í hvítlauksostasósu
Siggi Hall er þjóðþekktur kokkur. Hvernig er FH-ingurinn í eldhúsinu?

„Ég er mjög frambærilegur kokkur, grilla mikið á sumrin. Svo á ég alls kyns rétti í pokahorninu. Minn sérréttur eru þorskhnakkar í hvítlauksostasósu, hann hefur skorað hátt hjá þeim sem ég hef eldað fyrir."

„Svo er ég reyndar með annan leikdagsrétt sem er mangó chutney kjúklingur með grænmeti og hrísgrjónum,"
segir Siggi.
Athugasemdir