Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Næsti Salah" skoraði fyrir framan njósnara Man Utd
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: Getty Images
Omar Marmoush hélt áfram að spila vel fyrir Eintracht Frankfurt í gær en hann skoraði þá fyrir framan njósnara Manchester United.

Egypska stjarnan skoraði í 1-2 sigri Frankfurt gegn danska félaginu Midtjylland í Evrópudeildinni.

Marmoush hefur núna skorað 15 mörk og lagt upp ellefu í 18 leikjum á þessu tímabili.

Hann hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en samkvæmt Tipsbladet voru njósnarar frá Paris Saint-Germain, Barcelona, Tottenham, Borussia Mönchengladbach, Villarreal og Manchester United í Herning í gær að fylgjast með honum.

Marmoush hefur verið líkt við landa sinn, Mo Salah, en Salah hefur sjálfur talað um að Marmoush geti náð mjög langt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner