City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 30. janúar 2022 16:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Guimaraes mættur til Newcastle (Staðfest)
Bruno Guimaraes er genginn til liðs við Newcastle frá Lyon.

Þessi 24 ára gamli miðjumaður gerir fjögurra og hálfs árs samning en kaupverðið er óuppgefið.

Hann hefur verið lykilmaður í liði Lyon síðustu tvö tímabil og var Ólympíumeistari með landsliði Brasilíu á Ólympíuleikunum í Tokyo í fyrra.

Hann mun vera í treyju númer 39 en það er númer á taxa sem faðir hans keyrði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner