Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 30. janúar 2022 23:31
Brynjar Ingi Erluson
Di Marzio: Albert að semja við Genoa
Albert er á leið í ítalska boltann
Albert er á leið í ítalska boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er að semja við ítalska A-deildarfélagið Genoa en hinn afar virti íþróttafréttamaður, Gianluca Di Marzio, segir frá þessu á vefsíðu sinni í kvöld.

Albert er 24 ára gamall sóknarmaður og hefur síðustu ár spilað með AZ Alkmaar í Hollandi.

Hann hefur verið orðaður við bæði Celtic og Rangers í Skotlandi síðustu vikur en samningur hans við AZ gildir út þetta tímabil.

Di Marzio segir frá því í kvöld að Albert sé á leið til Genoa á Ítalíu og mun hann lenda í borginni á morgun áður en hann skrifar undir samning við félagið.

Genoa mun borga 1,2 milljónir evra fyrir hann í stað þess að fá hann á frjálsri sölu í sumar.

Genoa er í 19. sæti ítölsku deildarinnar með 13 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner