Liverpool hefur staðfest komu Luis Díaz til félagsins en hann kemur frá Porto. Kaupverðið er 37 milljónir punda og gæti hækkað upp í 49 milljónir.
Díaz skrifar undir fimm ára samning en hann er 25 ára og hefur spilað fyrir Porto síðan 2019.
Hann er staddur með kólumbíska landsliðinu sem mætir Argentínu í undankeppni HM á þriðjudaginn. Hann kemur saman með nýju liðsfélögunum í Liverpool þegar því verkefni lýkur.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í janúarglugganum en honum verður lokað annað kvöld. Hann var í tvö og hálft ár hjá Porto og lék 125 leiki og skoraði 41 mark, hann fær treyju númer 23 hjá Liverpool.
The moment you’ve been waiting for…
— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022
Luis Diaz is a RED 🔴 #VamosLuis pic.twitter.com/wl9koUlPgl
A message from our new Red 😍 #VamosLuis pic.twitter.com/Be82uaW5wq
— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022
Athugasemdir