Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 30. janúar 2022 12:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Díaz genginn til liðs við Liverpool (Staðfest)
Luis Díaz í leik með Kólumbíu gegn Perú í liðinni viku.
Luis Díaz í leik með Kólumbíu gegn Perú í liðinni viku.
Mynd: EPA
Liverpool hefur staðfest komu Luis Díaz til félagsins en hann kemur frá Porto. Kaupverðið er 37 milljónir punda og gæti hækkað upp í 49 milljónir.

Díaz skrifar undir fimm ára samning en hann er 25 ára og hefur spilað fyrir Porto síðan 2019.

Hann er staddur með kólumbíska landsliðinu sem mætir Argentínu í undankeppni HM á þriðjudaginn. Hann kemur saman með nýju liðsfélögunum í Liverpool þegar því verkefni lýkur.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í janúarglugganum en honum verður lokað annað kvöld. Hann var í tvö og hálft ár hjá Porto og lék 125 leiki og skoraði 41 mark, hann fær treyju númer 23 hjá Liverpool.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner