PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 30. janúar 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einherji fær landsliðskonu frá Dómíníska lýðveldinu (Staðfest)
Einhverji fær góðan liðsstyrk.
Einhverji fær góðan liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Einherja hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið því hin kanadíska, úrúgvæska og dómíníska Yoana Peralta Fernandez hefur samið við félagið.

Yoana býr og spilar í Kanada en spilar einnig með landsliði Dómíníska lýðveldisins.

„Yoana er 23 ára gömul og spilar sem framliggjandi miðjumaður. Hún mun styrkja okkar öfluga kvennalið ennfrekar og verður spennandi að fylgjast með henni í appelsínugulu og grænu," segir í tilkynningu Einherja.

Yoana kemur til landsins á næstu vikum og tekur við þjálfun yngri flokka félagsins út sumarið.

„Við hlökkum mikið til samstarfsins."

Einherji leikur í 2. deild kvenna.


Athugasemdir
banner
banner