Sænski landsliðsmaðurinn Dejan Kulusevski er að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Juventus en hann kveður stuðningsmenn ítalska félagsins í viðtali við ítalska fjölmiðla.
Tottenham fór á eftir Kulusevski eftir að hafa misst af bæði Luis Díaz og Adama Traore.
Kulusevski, sem er 21 árs gamall, gengur til liðs við Tottenham á láni frá Juventus og getur enska félagið fest kaup á honum í sumar.
Svíinn ræddi við ítalska fjölmiðla áður en hann flaug til Lundúna og kvaddi þar stuðningsmenn Juventus.
„Ég átti mjög góða tíma hjá Juventus og vonandi sný ég aftur til félagsins einn daginn," sagði Kulusevski áður en hann gekk inn á flugvöllinn.
🎥 Dejan Kulusevski in on his way to London to complete his move to Tottenham. ✈️
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) January 30, 2022
"I had a very good time at Juventus, I hope one day to return."
(Source: @romeoagresti) pic.twitter.com/eGUHf8rlFx
Athugasemdir