Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 30. apríl 2018 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur fær ekki sekt vegna ummæla Óla Jó eftir áfrýjun
Ólafur lét ummælin falla í hlaðvarpsþættinum <b>Návígi</b> á Fótbolta.net.
Ólafur lét ummælin falla í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó og Gunnlaugur Jónsson, stjórnandi Návígi.
Óli Jó og Gunnlaugur Jónsson, stjórnandi Návígi.
Mynd: Návígi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur ákveðið að fella úr gildi sekt sem Valur fékk í mars vegna ummæla sem Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, lét falla í hlaðvarpsþættinum Návígi hér á Fótbolta.net.

KSÍ ákvað að sekta Val um 100 þúsund krónur eftir að Ólafur sagði að samið hafi verið um úrslitin í leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. Víkingar unnu 16-0 og þessi stórsigur gerði það að verkum að liðið komst upp úr deild með betri markatölu en Haukar. Ólafur var þá þjálfari Haukaliðsins.

Víkingur kvartaði til KSÍ vegna ummælanna og sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem félagið skoraði á Ólaf að biðjast afsökunar á ummælunum.

Eftir það ákvað KSÍ að sekta Val en nú hefur sektin verið dregin til baka eftir áfrýjun Vals.

Niðurstaða KSÍ:
Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega.

Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000
og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið.

Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik.

Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ.

Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið
2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari
Hauka.

Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016.

Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.

Sjá einnig:
Óli Jó: Samið um úrslit hjá Víkingi R. og Völsungi
Hrannar Björn: Kjaftæði að við höfum verið með veðmálasvindl
Víkingur kvartar til KSÍ vegna ummæla Óla Jó
Yfirlýsing frá Víkingi: Skora á Óla Jó að biðjast afsökunar
Valur fær sekt vegna ummæla Óla Jó

Smelltu hér til að hlusta á Óla Jó í Návígi
Athugasemdir
banner