Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   lau 30. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spænska deildin fer af stað 11. júní (Staðfest)
Íþróttanefnd Spánar hefur staðfest að spænska deildartímabilið fer aftur af stað 11. júní þegar Sevilla og Real Betis mætast í nágrannaslag.

Það eru ellefu umferðir eftir og mun tímabilinu ljúka helgina 18-19 júlí. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að stefnan sé sett á að byrja næstu leiktíð 12. september.

Spænska deildin verður því önnur af stærstu deildum Evrópu til að fara aftur af stað eftir þeirri þýsku. Enska deildin mun svo fylgja 17. júní og ítalska deildin 20. júní.

Barcelona trónir á toppi deildarinnar sem stendur, með tveggja stiga forystu á Real Madrid.

Sýn hf. er með réttinn á spænsku deildinni og eru helstu leikir sýndir á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Næstu leikir:
Sevilla - Real Betis
Athletic Bilbao - Atletico Madrid
Mallorca - Barcelona
Real Madrid - Eibar
Celta Vigo - Villarreal
Real Sociedad - Osasuna
Valencia - Levante
Espanyol - Alaves
Granada - Getafe
Leganes - Valladolid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner